Að baka og elda er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Ég ákvað að byrja að safna uppskriftunum mínum hingað inn svo að ég eyði ekki of miklum tíma í að gramsa í gegnum uppskriftabunkana mína. Ekki er verra ef þetta nýtist líka fjölskyldu og vinum. Myndirnar gleðja augað (vona ég) og gefa hugmynd um hvernig rétturinn lítur út.

Ég er ekki gædd þeim hæfileikum að búa til mínar eigin uppskriftir, heldur styðst ég (nánast) alltaf við uppskriftir sem ég sanka að mér úr bókum, frá vinum og af netinu. Því get ég uppruna uppskriftanna þar sem við á, ef það hefur misfarist leiðrétti ég það með gleði.


Sunday, January 31, 2010

Rúllutertur

Mokkarúlla:

3 egg
1 1/2 dl sykur
3/4 dl kartöflumjöl
1 tsk vanillusykur
2 msk kakó
1 tsk lyftiduft

Egg og sykur þeytt vel. Þurrefnin sigtuð og sett varlega saman við. Deigið sett í mót eða á smjörpappír, smurt með bræddu smjörlíki, bakað í 6-8 mín. við 250°C og hvolft á pappír.

Kaffikrem:

1 msk skyndikaffi (kaffiduft)
1/2 msk sjóðandi vatn
2 msk flórsykur
100 gr smjör eða smjörlíki
2 eggjarauður

Kaffiduftið leyst upp í vatninu og saman við er hrært flórsykri, smjöri og eggjarauðum. Kremið bragðbætt, ef þurfa þykir t.d. með sterku nýlöguðu kaffi eða rjómaglögg, smurt jafnt á kökuna og síðan rúllað saman.

Kókosrúlla:

3 egg
2 2/3 dl sykur
3 dl kókosmjöl
1 1/2 tsk lyftiduft

Egg og sykur þeytt vel saman, kókosmjöl, kartöflumjöl og lyftiduft sett varlega saman við. Deigið sett í mót eða á pappír og bakað í 6-8 mín við 250°C. Þegar kakan er bökuð er kókosmjöli stráð yfir og henni hvolft á bökunarpappír.

Kremið:
150 gr smjörlíki eða smjör
2 dl flórsykur
1 eggjarauða
börkur og safi úr einni sítrónu

Smjör og flórsykur þeytt vel, eggjarauðu, berki og safa hrært saman við. Kremið smurt jafnt á alla kökuna og hún rúlluð saman, geymist á köldum stað. Kökuna má frysta.

Súkkulaðirúlla:

Eggjasnaps

1 egg
4 msk sykur
4 dl mjólk
1/8 tsk salt
1/4 tsk vanilla

1. Þeytta eggið mjög vel saman við sykurinn
2. blanda svo hinu saman við (strá múskati yfir)

Rjómaís

(Handa 4-5 undirb. 20 mín, frysting 4-5 tímar)

3 eggjarauður
1 egg
85 gr sykur (1 dl)
1 tsk vanillusykur (1/2 vanillustöng)
5 dl rjómi

1) þeytið eggjarauður, egg og sykur í loftkennda hræru. Blandið vanillusykrinum við.

2) þeytið rjómann hálfstífann og blandið í eggjahræruna. Setjið kremið í álform eða plastdós með þéttu loki. Frystið.

3) losið kremið frá veggjum og botni dósarinnar eftir því sem það frýs og hrærið í því á hálftíma fresti 3-4 sinnum. Fullfrystið kremið síðan.

4) látið ísinn standa í kæliskáp um 20 mín fyrir framreiðslu, þá er hann hæfilega mjúkur.

Rúsínukökur

2 bollar haframjöl
2 1/2 bolli hveiti
1 tsk natron
1/2 tsk salt
125 gr smjörlíki
1 bolli rúsínur
2 bollar sykur
2 egg

Hnoðað deig. Mótað í kúlur. Bakað við meðalhita.

Kanilsnúðar

200 gr smjörlíki
500 gr hveiti
150 sykur
4 tsk lyftiduft
1-2 egg
1 1/2 - 2 dl mjólk

Deigið hnoðað og flatt út u.þ.b. 5 mm þykkt. Penslið deigið síðan með mjólk, stráið kanilsykri yfir og rúllið deiginu upp. Skerið það niður í 2 cm þykkar sneiðar. Bakið í miðjum ofni við u.þ.b. 220°C hita í 12 mín.

Lostæti

100 gr suðusúkkulaði
60 gr alpa
1/2 pk Rice Crispies
5 msk síróp

Suðusúkkulaði, alpa og síróp brætt í potti, rice crispies bætt út í. Sett í ferkantað form og látið kólna. Skorið í litla bita.

Soðin krækiberjasaft

5 kg krækiber
500 gr sykurí hvern lítra af safa
1 msk vínsýra í hvern lítra af safa

1. Hreinsið og þvoið berin. Hakkið þau síðan í hakkavél eða þeirri kvörn eða berjapressu sem þið hafið.

2. Síið berin á grisju.

3. Hellið safanum í pott. Setjið sykur saman við. Sjóðið við vægan hita í 10-15 mín.

4. Hellið vínsýru út í.

5. Hellið saftinni á vel hreinar flöskur og lokið vel.

Ath. Hratinu má sjóða upp á með því að hella yfir það vatni og sjóða í 15 mín. sía síðan, sjóða aftur upp á því með sykri. Bæta síðan vínsýru í eins og hina saftina.

Krækiberjahlaup

1 lítri krækiberjasafi
1 kg sykur
safi úr 1 sítrónu
pektin skv. leiðbeiningum á pakkanum

1 Setjið krækiberjasafa og sítrónusafa í pott. Látið sjóða upp. Setjið pektín út í og sjóðið eins lengi og segir á pakkanum.

2. Takið pottinn af hellunni og hrærið sykurinn út í. Hrærið vel saman.

3. Hellið í vel hreinar krukkurnar. Látið kólna.

4. Vætið smjörpappírsbút í áfengi eða ediksblöndu og leggið ofan á hlaupið.

5. Setjið lok eða tvöfalda plastfilmu yfir krukkuna og lokið vel.

6. Merkið krukkurnar og setjið dagsetningu á hana.

Ath. þetta hlaup er mjög gott með: kexi, vöfflum og pönsum

Kvöldsnarl

sandwichbrauð
6 skinkusneiðar
1 dós aspargus
3 eggjahvítur
250 gr majónes
karrý

Þrjár sneiðar af langskornu sandwichbrauði smurðar með Alpa. Skinkusneiðarnar pikkaðar með gaffli og þær lagðar á brauðið. Mörðum aspargus jafnað yfir. Ofan á þetta er síðan jafnað stífþeyttum eggjahvítum, sem majónes og karrý hefur verið bætt út í. Bakað við 175°C (350°F) í 15 mín.

Dalapottur II

2 1/2 dl hrísgrjón
6 dl vatn
2 tsk súputeningar
2 msk smjör
3/4 tsk salt

Setjið allt saman í pott og sjóðið við vægan hita í 12 mín. Látið standa í aðrar 12 mín. í lokuðum potti.

300-400 gr dalapylsa
3 stk litlir laukar
1 1/2 súrt epli
1 msk smjör
1 1/2 tsk karrý
1 msk hveiti
1 dl rjómi
1 dl vatn
salt eftir smekk

Saxið epli og lauk smátt og brúnið ásamt karrýinu í smjöri (1 msk) í potti í 5-10 mín. Bætið rjóma, vatni og tómatsósu saman við. Afhýðið pylsuna og brytjið í frekar smáa bita, setjið bitana út í pottinn og sjóðið í u.þ.b. 5 mín. Blandið hrísgrjónunum saman við. Borið fram með hrásalati og grófu brauði.

Hrásalat II

150 gr hvítkál
1/2 dós cocktailávextir
1 epli
1/4 l rjómi (þeyttur)

Saxið hvítkálið, skerið epli í bita og blandið því ásamt cocktailávöxtunum saman við þeyttan rjómann.

Hrásalat

200 gr rifið hvítkál
1 stk banani
1 stk epli
1 stk appelsína
1 ananashringir+safi
safi úr 1/2 sítrónu

Kartöflusalat II

2-3 sneiðar rauðrófur (eða 1-2 stk epli)
8-10 kartöflur
1 lítill laukur
1-2 msk pickles (fínt brytjað)
100 gr majónes
1 dl þeyttur rjómi
harðsoðið egg

Kartöflurnar, sem eiga að vera kaldar, eru skornar í bita eða sneiðar. Söxuðum eplum og lauk, pickles blandað saman við majónes og rjóma.

Eplasalat

1 bolli þeyttur rjómi
2 msk majones
2 epli brytjuð

Ef eplin eru súr setja þá smá sykur, bæta í smá sítrónusafa.

Frauð

1 bolli sykur
2 msk síróp
2 msk smjörlíki
1 msk kakó
1/2 tsk vanilludropar
pínulítið salt
1/2 dl mjólk eða rjómi

Sjóðið í 3-4 mínútur.

"Ýsa var það heillin"

800 gr ýsuflök
5 vel þroskaðir tómatar eða heildós af niðursoðnum tómötum
safi úr 2 sítrónum
3 perlulaukar
1 laukur
1 grænn pipar
1 búnt steinselja
200 gr Alpa
salt, pipar, timian

Kryddið hveiti með salti og pipar, veltið roðflettum flökunum upp úr því og steikið síðan í Alpa. Sítrónusafanum hellt yfir. Brytjið allt grænmetið í smá bita (afhýðið tómatana), kryddið með timian og steinselju og látið krauma vel í Alpa. Salti og pipar bætt út í, eftir smekk. Hellið þessu síðan yfir heil flökin og stráið steinselju yfir.

Saturday, January 30, 2010

Fiskisúpa

1 laukur
brokkolíhöfuð í smábitum
karrý
1 dós tómatar (hakkaðir)
600 ml vatn
fiskiteningur
mango chutney
1 dós kókosmjólk
rækjur
laxabitar

Laukurinn saxaður smátt (má líka hafa smá hvítlauk með)og hitaður í potti ásamt brokkolí (má hafa fleira grænmeti t.d. papriku). Karrý dreift yfir. Tómötunum bætt út í, vatni, fiskiteningi og mango chutney. Þetta látið malla aðeins, síðan er kókosmjólk, laxi og að lokum rækjum bætt út í.

French toast

4 egg
8 msk mjólk
1 kúfuð tsk kanill
1 tsk vanillusykur
ca. 2 msk hrásykur

Öllu hrært saman.

6-8 brauðsneiðar eftir stærð

Brauðsneiðarnar bleyttar í blöndunni og steikt á pönnu upp úr smjöri. Borðað með Maple sírópi.

Friday, January 29, 2010

Alpa - Draumur húsbóndans

4 eggjahvítur
2 bollar sykur
2 bollar cornflakes
2 bollar kókosmjöl

Krem:
100 gr súkkulaði
4 eggjarauður
175 gr flórsykur

Eggjahvítur og sykur þeytt vel. Cornflakes mulið og bætt í ásamt kókosmjölinu. Bakað í Alpa smurðum tertumótum við 175°C (350F) í 30 mín. Ofan á báða botnana er sett krem. Súkkulaðið bræt, allt þeytt vel saman og sett á báða botnana. Peli af rjóma er þeyttur og út í hann er bætt hálfri dós af kurluðum ananas. Sett á milli botnanna.

Alpa - Haframjölsterta

2 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
300 gr Alpa
1 egg
1/4 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft

Sykur og Alpa hrært vel saman. Egginu bætt í. Síðan er hveitinu, haframjölinu, lyftiduftinu og matarsódanum bætt í. Bakað í tveimur stórum Alpa smurðum tertuformum við 200°C (400F) í 30 mín. Botnarnir síðan lagðir saman með sultu.

Tropicana góðgæti

10 plötur matarlím
1 ferna Tropicana appelsínusafi
2 smátt sneiddir bananar
1 peli þeyttur rjómi

Matarlímið lagt í bleyti í köldu vatni í 15 mín. Vatninu hellt af. Síðan er u.þ.b. einum bolla af sjóðandi vatni hellt yfir matarlímið og það leyst upp. Þessu er síðan blandað saman við Tropicana og hellt í hringmót, sem bananabitunum hefur verið dreift í og kælt. Berið fram með þeyttum rjóma. Til tilbreytingar má nota Tropicana eplasafa og þá má nota niðursoðnar perur í staðinn fyrir banana.

Alpa- fiski- eða blómkálsgratín

50 gr alpa
2 dl mjólk
2 dl fiski eða blómkálssoð
4 egg
2 soðin blómkálshöfuð eða 700 gr af soðnum fiski
brauðmylsna

Alpa brætt í potti og hveiti hrært saman við, mjólkinni blandað út í smátt og smátt ásamt fiski- eða blómkálssoðinu. Látið kólna. Eggjarauður hrærðar saman við ein og ein í senn. Soðnum fiski eða blómkáli hrært út í. Að síðustu er stífþeyttum eggjahvítunum blandað varlega saman við. Eldfast mót smurt með Alpa og botninn þakinn með brauðmylsnu. Öllu hellt í mótið, brauðmylsnu dreift yfir, ásamt bitum af Alpa hér og þar.

Ritzkexkaka

3 eggjahvítur
1 tsk vanilludropar
2 1/2 - 3 dl sykur
þeytt saman
1 tsk ger
2 1/2 dl saltmöndlur
20 ritzkex
blandað saman við

1 botn bakað við 175° í 20 mín.

Krem:
3 eggjarauður
60 gr flórsykur
100 gr suðusúkkulaði
50 gr smjör

Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman, síðan er brætt súkkulaðið og smjörið sett saman við.

Vatnsdeigsbollur II

2 dl vatn
50 gr smjörlíki
2 dl hveiti
3 lítil egg

Sjóðið vatn og smjörlíki. Takið pottinn af og þeytið hveitið saman við. Hrærið stöðugt í þar til sýður. Kælt. Eggin hrærð í, eitt og eitt í senn. Sprautaði bollur á smurða hveitistráða plötu. Bakað í miðjum ofni við 200°C hita í 20-30 mín.
Ath. opnið ekki ofninn.

Kókosmakkarónur II

3 egg
225 gr sykur
300 gr kókosmjöl
100 gr súkkulaði

Hiti 180°C, bakað næst neðst í ofni.

Skúffukaka Kötu

600 gr hveiti
500 gr sykur
250 gr smjörl. (má vera brætt)
2 tsk lyftiduft
1 tsk sódi
vanilludropar
mjólk eftir þörfum
4-5 msk kakó
2 egg

Allt hrært saman.
Glassúr: kakó + flórsykur + kaffi.
Bakist við 200°C.

Súkkulaðiterta II

1 3/4 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
4 msk kakó
1 tsk salt
1/2 bolli bráðið smjörlíki
1 bolli mjólk
2 stk egg
1 tsk vanilla

Þurrefnunum blandað saman, bræddu smjörlíki bætt út í og mjólkinni blandað saman við, hrært vel. Síðan er eggjunum bætt út í, einu og einu og síðast vanillu og hrært. Bakað i tveim lausbotna tertuformum við 175° í ca. 30 mín.

Súkkulaðikrem:
125 gr flórsykur
125 gr smjörlíki
2 msk kakó
1 egg
1 tsk vanilla

Liljubolla

1 fl. sterkt vín (3ja pela)
1 1/2 hvítvín
2 l. sprite - 7Up
1/2 dós jarðaber (ávextir)

Pizza

3 bollar hveiti -
1 bolli vatn -
1 tsk salt - soðið og kælt niður í ca 30°C
ca. 500 gr smjörl.
20 gr ger í pínu volgu vatni

Allt hnoðað saman og látið hefa sig um 1/2, hnoðað aftur, flatt út á plötu, látið hefa sig dálítið áður en gumsið er látið á.

Steikt í 20 mín við 300°C.

Gums:
tómatpurré
tómatar
laukur+sveppir, steikt
paprika
kjötdeig, salami, ost, italiensk seasoning

Glassúr

2 eggjahvítur eru þeyttar mjög vel með 2 bollum af flórsykri, síðan eru fáeinir dropar af ediki látnir út í.

Loftkökur II

750 gr flórsykur
4 msk kakó
1 1/2 tsk hjartarsalt
2 egg
1 msk mjólk

Flórsykur, kakó og hjartarsalt blandað saman, væta í með eggjum og mjólk, hræra deigið. Bakað við vægan hita.

Eplakaka með kaffinu

150 gr hveiti
100 gr smjörlíki
75 gr sykur

Deigið er hnoðað, kælt og það er óhætt að geyma það á köldum stað þannig í nokkra daga. Deigið er síðan flatt út og sett í venjulegt tertumót og látið ná upp á hliðarnar. Ofan á er sett: 100 gr sykur, 2 tsk vanillusykur og rifinn börkur af 1/2 sítrónu. Þar ofan á eru síðan lagðir eplabátar og sykri og kanel stráð yfir. Eplin eiga að vera 4-5 hýðislaus. Bakað neðst í ofninum við meðalhita í ca. 1 klst. Þeyttur rjómi eða ís borinn með. Góður ábætisréttur með kaffi á eftir matnum.

Muffinskaka

Þeyta 2 egg og 2 dl sykur. Blanda 150 gr kókosmjöl, 2 tsk kanelsykur, 4 msk hveiti og 150 brætt smjörlíki. Hræran sett í muffinsform með teskeið.

Bakað í miðjum ofni í 10-15 mín. 200°C.

Fráfíkjuterta

600 gr hveiti
400 gr sykur
400 gr smjörlíki
600 gr gráfíkjur soðnar
4 egg
4 tsk natron

Er á þrjár plötur. Bakað í næst efstu við 175°C í 15 mín.

Sunnudagsfiskur

500 gr rauðsprettuflök, eða annar fiskur
1/2 sítróna
1 dl rjómi
1 tsk sinnep (sterkt, ljóst franskt sinnep)
1/2 tsk karrý
örlítið engifer
3 msk smjör eða smjörlíki
25 gr möndlur
paprikuduft

Flökin lögt yfir í smurt ofnfast form, salti stráð yfir og sítrónusafa á. Rjóma, sinnepi og kryddi hrært saman og hellt yfir flökin, örlitlum smjörbitum raðað ofan á fiskinn og að síðustu er sundurskornum möndlunum stráð yfir. Álpappír settur yfir fatið og sett í 200°C heitan ofn í ca. 25 mín. Síðustu 10 mín er álpappírinn tekinn af. Papriku stráð yfir svo litur komi á. Sósan á fiskinn á að vera þunn því með eru borin soðin hrísgrjón svo og gott hrásalat.

Fiskréttur frá Spáni

500 gr þorskflök (eða ýsa)
slat, sítrónusafi
1 stór laukur
2 msk ólífuolía
persille
3 msk capers
2 dósir af niðursoðnum tómötum, vökvinn síaður vel frá
10-12 dökkar ólífur

Fiskflökin skorin í stykki, salti stráð á þau og sítrónusafanum dreypt á - látið bíða þannig smástund. Laukur og hvítlauksrif skorið mjög smátt, brugðið í olífuolíuna á pönnunni örstutta stund og án þess það fái lit. Brytjað capers, persille og tómatar sett út á og látið malla í nokkrar mín. Fiskstykkin sett ofan á, soðin í ca. 8 mín. Kryddi bætt við ef með þarf. Með þessu er borið snittubrauð eða nýtt heilhveitibrauð og kartöflur ef þurfa þykir.

Bakaðar kartöflur með piparrótarrjóma

Fyrir fjóra er reiknað með 1 1/2 - 2 kartöflum á mann. Þá er gert ráð fyrir að þetta sé aðalréttur.

1 1/2 dl rjómi
ca. 1 msk rifin piparrót
tómatar
persille

Skorinn kross í kartöflurnar, sellerísalti stráð yfir, rjóminn er þeyttur, piparrótinni hrært saman við og sett í rifuna eftir bökun.

Agúrkusalat

1 lítil agúrka skorin í þunnar sneiðar

Lögur úr:
2 msk estragonediki eða sítrónusafa
4 msk salatolíu
1/2 tsk salti
dál. af nýmöluðum pipar
1-2 msk smátt brytjaðri steinselju

Agúrkusneiðarnar látnar liggja í leginum í ca. 1/2 klst á köldum stað og þá er salatið tilbúið til neyslu.

Laugardagssalat

8 soðnar kartöflur
1 púrra skorin í sneiðar
1/2 salathöfuð (helst ísberg)
1 rauð paprika, í sneiðum
1/2 agúrka í sneiðum
paprika, malaður pipar

Sósa:
2 dl rjómabland eða kaffirjómi
2 tsk sinnep
1 msk tómatsósa

Grænmetinu er blandað saman og sett í skál, sósunni hellt yfir um leið og borið er fram. Salat til að hafa með einhverjum þeim kjötafgöngum sem til eru, og er kjötið þá borið fram kalt. Brauð og smjör borið með.

Ostasalat

200 gr ostur
2 epli
2 stilkir sellerí
4 hreðkur
1/2 agúrka
ca 200 gr soðið eða steikt kalt kjöt eða pylsa

Salatsósa:
2 1/2 dl kaffirjómi
2 msk sítrónusafi
1 msk sykur

Allt sem í salatið á að fara er skorið í litla bita, sett í skál og sósunni hellt yfir hvert lag. Með er borið gott brauð og smjör.

Thursday, January 28, 2010

Spönsk omeletta

4 meðalstórar kartöflur skornar hráar í þunnar sneiðar
1 stór laukur smátt brytjaður
1 1/2 msk olía

Kartöflur og laukur sett í olíuna á pönnuni og látið brúnast í ca. 10 mín, eða þar til kartöflurnar eru næstum meyrar. Yfir þetta er stráð salti, nýmöluðum pipar, tveim rifjum hvítlauk, smáttbrytjuðum. Við þetta er bæt einni grænni papriku og einni rauðri, brytjað í teninga og látið malla í smástund. Þá er þeytt saman 6 eggjum, 1/2 tsk salt, 2 msk vatn, og hellt yfir grænmetið á pönnunni. Þegar eggjahræran er orðin hálfsteikt er hægt að stinga í hana pylsubitum, hlemmur settur yfir þar til þetta er tilbúið.

Uppskrift af bollu

1 flaska vodka
2 flöskur hvítvín
1 líter seven up
4 flöskur sódavatn
gúrkur, sítrónur, ís

Nýr ofnréttur

1 franskbrauð
1 dós sveppasúpa
1 dós aspargus (400 gr)
2 msk majónes
1 1/2 dl rjómi
200 gr skinka
rifinn ostur
Krydd: "Paxo parsley and thyme stuffing mix"

Eldfast mót. Franskbrauð tætt niður í botninn. Hrærið saman sveppasúpunni, aspargussoðinu, rjómanum og majónesinu og hitið aðeins. Hellið blöndunni yfir brauðið. Brytjið aspargusinn og skinkuna í smábita og dreifið ofan á. Sáldrið rifnum osti yfir og að lokum er Paxo " parsley and thyme stuffing mix" stráð vel yfir. Bakað við 175° (350°F) í 35-45 mín.

Súkkulaðibúðingur

1/2 dl lagað kaffi
100 gr sætt dökkt súkkulaði
1 eggjarauða
3 dl rjómi

Hellið kaffinu í pott og brjótið súkkulaðið út í. Látið súkkulaðið bráðna í kaffinu við hægan hita. Látið blönduna kólna en hrærið eggjarauðuna saman við. Þeytið rjómann þar til hann er þykkfljótandi, en ekki stífþeyttur. Blandið saman rjóma og súkkulaðikaffi, hægt og varlega. Hellið blöndunni upp í ábætisbikara, eða glös. Látið standa í minnst 2 tíma í kæliskáp. Skreytið eftir smekk áður en rétturinn er borinn fram.

Fylling inn í rúllutertubrauð

I
HP pickles
200 gr majones
250 gr rækjur
1 dós aspas
2 harðsoðin egg

Brauðið smurt með smjöri og öllu blandað saman. Stífþeytt eggjahvítan sett yfir þegar búið er að rúlla upp brauðinu og aromat stráð yfir og svo bakað í ofni.

II
Skinka
1 dós aspas
sterkur ostur Maribo
stífþeyttar eggjahvítur

Skinkan skorin niður, aspasinn marinn. Hræra skinku og aspas ásamt svolitlum safa af aspas. Osturinn lagður innan í brauðið, þá fyllingin. Síðan er brauðinu rúllað upp. Smurt með eggjahvítu og bakað ljósbrúnt.

Pizzubotn

25 gr pressuger eða
2 1/4 tsk þurrger
2 dl volgt vatn
1 msk olía
5 dl hveiti
1/2 tsk salt

Myljið gerið út í ylvolgt vatnið, látið standa á meðan annan efni er vegið og mælt (ef notað er pressuger er það einnig látið út í ylvolgt vatnið). Hrærið í þar til deigið hefur jafnast vökvanum, bætið olíu salti og hveiti og hnoðið vel. Breiðið deigið út í kringlótta eða ílanga köku og leggið á smurða plötu. Þekið kökuna með Pizza Prontó (eða tómatsósu og kryddi). Hellið síðan fyllingunni yfir og stráið rifnum osti yfir. Penslið með matarolíu (og kryddi ef þarf). Látið kökuna lyfta sér við yl (ekki ofan á eldavélinni nema hafa rist á milli) í 15-20 mín. Bakið við 225° í 20-25 mínútur.

Jólakaka

125 gr smörlíki
125 gr sykur
2 egg
250 gr hveiti
1 1/4 dl mjólk
1-2 dl rúsínur

Bökunartími: 1 klst 170°C

Kínverskar pönnukökur

4-5 manns

4 egg
2 dl kalt vatn
2 dl hveiti
1 tsk salt

1 dós baunaspírur eða 100-150 gr hvítkál
200 gr rækjur eða humar
3 msk olía
200 gr hakkað kjöt
100 gr sveppir
2 msk kínversk soja
2 msk sherrý
1 tsk flórsykur
1 msk maisenamjöl
3 msk hænsnasoð eða vatn

Þessi brúna

2 bollar hveiti
1 1/3 bolli sykur
1 tsk natron
2 msk kakó
1/4 bolli smjörlíki
1 1/3 bolli mjólk

Öllu skellt í hrærivélaskálina, hrært smástund, látið í tvö lág tertumót, sem hafa verið smurð. Bakist í 25 mín. við 175°.

Krem:
ca 400 gr flórsykur
25 gr smjörlíki
2 msk kakó
mjólk eða vatn og vanilludropar

Heimsins besta kaffikaka

3 dl kaffi (upp-á-hellt)
200 gr sykur
50 gr smjörlíki
1 dl rúsínur
1 tsk kanill
1 tsk brúnkökukrydd
2 tsk vanillusykur
225 gr hveiti
1 tsk natron
örlítið salt

Allt nema hveiti og natron er soðið kröftuglega í 3-4 mín. þá kælt. Þá er hveitinu og natroninu hrært út í. Látið í smurt formkökuform, bakast í ca. 1 klst við 175° hita. Borin fram með smjöri.

Dalapottur

2 stk epli
2 tsk karrý
1 meðal laukur
1 msk vatn
1 dl rjómi
1 dalapylsa

Eplin eru afhýdd og skorin í bita. Laukurinn brúnaður á pönnu í karrýi, eplum bætt út í. Hveiti stráð yfir, þynnt með tómatsósu, vatni og rjóma bætt út í. Pylsan sneidd niður og bætt út í.

Eplakaka II

Rúml 1 kg epli
125 gr sykur
125 gr tvíbökurasp
hnefafylli af gróft söxuðum möndlum
150 gr smjör
þeyttur rjómi

Eplin eru skorin í þunnar sneiðar og soðin í litlu vatni. Sykrað eftir smekk. Blandið saman sykrinum, tvíbökuraspinu og möndlum. Smyrjið eldfast mót. Látin eplin neðst, tvíbökublönduna næst, hellið bræddu smjörlíki yfir. Bakið 1 klst við 175° hita.

Döðlubrauð II

2 bollar hveiti
2 bollar púðursykur
1 bolli döðlur
1 egg
1 tsk natron
1 bolli heitt vatn
1 msk bráðið smjörlíki

Helgu eplakaka

3 egg
3 1/2 sykur
100 gr smjörlíki -
1 1/2 dl mjólk- iljað
4 1/2 hveiti
2 1/2 tsk ger
5-6 epli

Stífþeytt egg og sykur. Mjólk og smjörlíki sett volgt í eggjahræruna. Hveiti og öðru efni blandað saman við. Eplin skorin í sneiðar og raðað ofan á í formið. Kanel og sykri stráð yfir og bakað í ca. 30 mín við 180° hita á Celcius.

Gerbollur

25 gr ger
3/4 dl ylvolg mjólk
3 msk sykur
2 egg
125 gr lint smjör
ca 300 gr hveiti
1 tsk salt
rúsínur, súkkat ef vill. Einnig má nota kardemommur, eða svol. rifinn sítrónubörk.

Gerið er hrært út í mjólkinni, sykrinum bætt út í og síðan eggjunum. Þá er smjörinu hrært saman við, og loks hveitinu (annaðhvort í hrærivél eða með trégaffli). Loks er deigið bragðbætt að vild. Látið það nú hefast í ca. eina klst á hlýjum stað. Látið þá deigið á smurða plötu með skeið. Bollurnar eru penslaðar með hrærðu eggi og látnar hefast á plötunni í ca. 15 mín. Þær eru síðan bakaðar við 225° hita í um það bil 15 mín í miðjum ofni. Úr þessu fást 14-16 bollur.

Vatnsdeigsbollur

1 dl vatn
50 gr smjör/líki
1 dl hveiti
2 egg

Vatnið er hitað í potti með smjörinu og hveitinu hrært saman við. Hrærið mjög vel í á meðan og látið sjóða þar til deigið er orðið er þykkt og glansandi. Þá er potturinn tekinn af hitanum, deigið látið kólna aðeins og síðan eggjunum hrært saman við einu í einu. Þá eru bollurnar látnar á smurða plötu með skeið, þetta verða sex stórar bollur. Látið plötuna strax í 200° heitan ofn og bakið í 25 mín. Ekki má opna ofninn undir neinum kringumstæðum. Eftir þessar 25 mín. skulið þið taka eina bolluna varlega út og athuga hvort hún falli saman. Ef ekki þá er hún bökuð.

Konfektkaka með piparmyntukremi

100 gr smjörlíki
1 bolli sykur
2 egg
1/2 bolli möndluflögur (saxaðar)
3/4 bolli hveiti
1/2 tsk lyftiduft, salt

Kremið:
1/2 bolli rjómi
1 1/2 bolli flórsykur
piparmyntudropar 2-3
200 gr suðusúkkulaði

Smjörlíki og sykurinn er hrært vel saman og eggin þeytt út í. Þurru hlutunum hrært saman við með sleif. Bakast við meðalhita þegar hann er orðinn kaldur er piparmyntukremið látið ofan á og loks brætt súkkulaðið. Kremið er búið til á þann hátt að rjómi og flórsykur er soðið saman þar til það er orðið að þykku kremi. Droparnir þá látnir út í. Farið varlega í sakirnar því þeir eru mjög sterkir. Súkkulaðið er brætt í skál í vatnsbaði.

Döðlubrauð

2 egg
2 bollar púðursykur
2 tsk vanilla
1 pk saxaðar döðlur
2 1/2 bolli vatn
4 1/2 bolli hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk natron
2 msk brætt smjör

Döðlurnar skornar í bita og soðnar með vatninu. Eggin eru þeytt vel með sykrinum og þurru efnunum hrært út í með sleif ásamt döðlunum, síðast brædda smjörlíkið. Þetta er bakað í stóru jólakökuformi í 40-50 mín við meðalhita. Þegar brauðið er orðið kalt er það smurt með smjöri.

Wednesday, January 27, 2010

Möndluterta með súkkulaðibráð

250 gr sykur
4 egg
250 gr möndlur eða hnetukjarnar (mega vera með hýði), malaðar
1 peli rjómi
ca. 150 gr suðusúkkulaði

Eggin eru þeytt vel með sykrinum. Þá er möndlunum blandað út í. Kakan er bökuð í springformi við meðalhita í 35-40 mín. Hún er þá tekin úr forminu og kæld á kökurist og síðan skipt í tvo botna. Þeir eru lagðir saman með þeyttum rjóma og bræddu súkkulaði smurt ofan á efri botninn.

Mokkarúlluterta

5 egg (við stofuhita)
1 bolli flórsykur
pínulítið salt
3 msk kakó

Mokkafylling:
1 1/2 peli þeytirjómi
1/2 bolli flórsykur
3 tsk kaffiduft

Súkkulaðiglassúr:
100 gr suðusúkkulaði
2 msk smjör
2 tsk ljóst síróp

Eggjahvíturnar eru þeyttar mjög vel, helmingurinn af flórsykrinum er stráð út í og þeytt áfram þar til sykurinn er alveg genginn saman við hvíturnar. Þeytið nú rauðurnar mjög vel (í annarri skál) eða þar til þær eru orðnar þykkar, látið þá saltið út í og síðan afganginn af flórsykrinum ásamt kakóinu. Blandið nú rauðu hrærunni varlega saman við hvíturnar. Fóðrið venjulegt rúllutertuform að innan með vaxpappír. Smyrjið vel með smjöri og stráið örlitlu hveiti á pappírinn. Smyrjið deiginu jafnt í formið og bakið við 200° hita í 15 mín. Losið þá kantana varlega og hvolfið kökunni á þurra diskaþurrku sem kakói hefur verið stráð á. Rúllið kökunni saman með þurru stykkinu og látið hana kólna alveg. Búið nú til glassúrinn. Brjótið súkkulaðið í smábita og látið í skál yfir heitu vatni og látið smjörið út í. Þegar þetta er vel bráðið er sírópinu hrært vel saman við. Látið þetta bíða aðeins. Fyllingin er ekki annað en stífþeyttur rjóminn, með flórsykrinum, og kaffiduftinu. Þegar kakan er orðin vel köld er henni rúllað varlega í sundur og fyllingunni smurt á og kökunni síðan rúllað saman aftur. Samskteytin látin snúa niður. Loks er glassúrnum smurt yfir kökuna. Hann er dálítiði þunnur og vill því leka niður með hliðunum.

Súkkulaðiterta

1/2 bolli smjörlíki
1 bolli sykur
2 msk kakó
2 egg
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk natron
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 bolli súrmjólk
vanilla eftir smekk

Kremið:
1 pk flórsykur
1/2 bolli smjör
2-3 msk kakó
1 egg
mjólk, rjómi eða vatn þar til kremið er mátulega þykkt til að smyrja því á kökuna.

Smjörið er hrært vel með sykrinum og eggjunum bætt út í. Síðan kakóinu og þurru hlutunum ásamt mjólkinni. Þetta verða tveir botnar, sem hefast mjög vel. Bakaðir við 200° hita í um það bil 20-25 mín. Þegar botnarnir eru orðnir kaldir eru þeir lagðir saman með kreminu sem einnig er smurt á hliðar og ofan á kökuna. Það er búið til á þann hátt að smjör er hrært með flórsykrinum og egginu. Síðan er kakóinu bætt út í ásamt vökvanum. Ef vill má bragðbæta kremið vanilludr. en mörgum finnst óþarfi að hafa dropa bæði í köku og líka í kreminu.

Brauðterta

500 gr maioneaise -
1 dós sýrður rjómi - má auka eftir þörfum
1 1/2 - 2 tsk aromat
400 gr skinka
300 gr sýrðar agurkur í sneiðum
1/2 dós ananas
300 gr asíur
2 msk steiktur laukur
1/2 dós aspas
125 gr sýrðaragurkur (þessar litlu)

880 gr maioneasie
650-700 gr skinka
400-500 gr sýrðar agúrkur í sneiðum
1 1/2 dós ferskjur
630 gr asíur

Ath. alltaf að vinda í stykki allt sem er blautt úr dósum. Það er ekki nóg að láta renna af því.

Rækjur:
rækjur
aromat
maioneaise
harðsoðin egg
Ath. kreista sítrónusafa yfir rækjurnar og líka í vatnið sem þær þiðna í.

Lax:
reyktur lax
harðsoðin egg
aromat
ferskjur

Tunfisk:
tunfiskur í vatni eða olíu, láta renna af honum og vinda ef þörf er
saxaður laukur 1/2 - 1 eftir þörfum
aromat
harðsoðin egg
örlítil tómatsósa (má ekki lita salatið)

Heimsins besta súkkulaðikaka

5 egg
1 1/2 dl sykur
3 msk kakó
2 tsk kaffiduft
3 msk appelsínumarmelaði
1 1/2 dl malaðar möndlur
1 1/2 dl rasp
1 1/2 tsk lyftiduft
1 dl bráðið smjör eða smjörlíki

Fylling:
200 gr möndlumassi í möndlubotninn
1 1/21 dl dökkt vínberjahlaup
5 dl rjómi
2-3 tsk sykur

Súkkulaðikrem:
1 1/2 dl rjómi
2 eggjarauður
1/2 dl sykur
1/2 msk kartöflumjöl
100 gr brætt smjör eða smjörlíki
fínrifinn börkur af appelsínu
1 1/2 msk kakó
1 tsk instand kaffiduft

Malið möndlurnar. Þeytið eggin og sykurinn þar til það er orðið létt. Bætið kakói og kaffidufti, marmelaðinu og möluðu möndlunum út í, og sömuleiðis lyftiduftinu og svo bræddu smjörinu (til skiptis). Setjið deigið í velsmurt form. Bakið við 175° hita í ca. 35 mín. Stingið prjóni í kökuna til þess að vita hvort hún er fullbökuð. Takið kökuna úr ofninum og látið hana kólna undir forminu.

Súkkulaðikremið:
Blandið saman rjómanum, rauðunum, sykri og kartöflumjöli í skaftpotti. Sjóðið þetta við vægan hita þar til kremið er farið að þykkna. Hrærið í. Látið kólna. Hrærið nú smjörið eða smjörlíkið þar til það er orðið mjúkt og bætið því út í kremið og hrærið rösklega í á meðan. Bragðbætið kremið nú með kakóinu, kaffiduftinu og rifnum appelsínuberki. Kljúfið kökuna í tvo botna. Fletjið út möndlumassann á stærð við kökubotnana. Leggið tertuna saman með möndlubotninum, þunnu lagi af vínberjahlaupinu og stífþeyttum rjóma. Að því búnu er hið þykka súkkulaðikrem borið ofan á tertuna og rifnu súkkulaði stráð ofan á, og einnig má skreyta hana með vínberjum.

Risottó á kínavís Riaffis

1 1/2 skt laukur
2 1/2 dl hrísgrjón
2 msk smjörlíki
6 dl vatn
1/2 tsk salt
2 súputeningar
200 gr bacon
1 pk pylsur
1 msk smjörlíki
2 egg

Saxið laukinn mjög smátt og brúnið hann með hrísgrjónunum í smjörlíki í potti þar til það er orðið gulbrúnt. Hellið vatni, salti og súputeningum yfir og sjóðið við vægan hita í 18 mín. Hafið lokið vel yfir og takið ekki af eða hrærið í. Skerið baconið í strimla, brúnið það í örl. smjörlíki. Sláið eggin vel í sundur og blandið þeim saman við hrísgrjón, bacon og pylsubitana.

Fiskbuff

500 gr hakkaður fiskur
2-3 msk hveiti
1 tsk salt
1/8 tsk pipar
2 laukar
50 gr smjörlíki eða 2-3 msk olía
3 dl vatn eða soð af fiskbeinum
2 msk hveiti
1 dl mjólk eða vatn

Blandið hveiti og kryddi saman við fiskhakkið. Hnoðið þetta í aflangt deig á bretti. Skiptið deiginu í 8 jafnstóra bita, og mótið í kringlóttar kökur. Skerið lauka í sneiðar og brúnið. Brúnið svo buffið. Búið til sósu.

Lifur með beikoni og spaghettíi

250 gr dilka eða kálfalifur
2-3 msk matarolía
salt og pipar
50-100 gr beikon
1 laukur
um 100 gr spaghettí
50 gr rifinn ostur

Sjóðið spaghettíið í saltvatni í 10-15 mín. Skerið beikonið í smábita og saxið laukinn. Hreinsið lifrina með því að skola hana úr köldu vatni og taka úr henni stærstu gallganga og æðar. Takið einnig himnuna af ef þið notið kálfalifur. Skerið lifrina síðan í fingurþykkar sneiðar og síðan í fingurþykkar ræmur eins jafnar og hægt er. Hitið matarolíuna á pönnu og brúnið lifrina vel á öllum hliðum. Kryddið. Steikið í hálfa aðra til tvær mín. og bætum 1/2 dl af vatni tolli lifrin við pönnuna. Látið lifrina á fat og haldið henni heitri meðan beikonið er steikt, því er svo raðað yfir lifrina og lauknum líka. Stráið rifnum osti yfir spaghettíið eða berið hann með.

Kryddsmjör

Sítrónusmjör:
100 gr smjör
1/2 sítróna, steinselja
Hrærið smjörið og blandið sítrónusafa og klipptri steinselju saman við. Borðar með hamborgurum og fiski.

Paprikusmjör:
100 gr smjör
2 tsk paprika (spænskur pipar)
1/2 tsk sítrónusafi, salt
Búið til og borið fram á sama hátt og sítrónusmjör.

Grænt smjör:
Hrærið smjörið og blandið það með jöfnum hlutföllum af saxaðri steinselju, graslauk og karsa eða dilli. Borið fram með fiski.

Bernaisesmjör:
1 eggjarauða, 1 msk matarolía
100 gr smjör, 1 msk bernaise-essens
1 tsk söxuð steinselja, salt
Hrærið saman olíu og þeyttu eggi varlega saman. Hrærið smjörið síðan með eggi og bragðefnum. Borðið með kjöti og fiski.

Piparrótarsmjör:
Hrærið smjörið lint og blandið rifinni piparrót eða piparrót í túbum saman við eftir bragði rétt áður en kryddsmjörið er borið fram. Berið fram með fiski og nautakjöti.

Sinnepssmjör:
Hrærið smjörið með þurru sinnepi. Mótið það í sívalinga og vefjið í pappír. Kælið og skerið í sneiðar sem eru látnar á sítrónusneið og bornar fram með kjöti eða fiski.

Rauðrófusmjör:
100 gr smjör, 3 msk saxaðar sýrðar rauðrófur, 1 msk kaperskorn
Hrærið smjörið og blandið rauðrófum og kaperskornum saman við. Borið fram með steiktum fiski og kjöti.

Sveppasmjör:
100 gr smjör, 2 msk saxaðir sveppir
1 tsk rifinn laukur, salt og hvítur pipar
Blandið hrærðu smjöri, sveppum og kryddi saman og berið fram með kjöti eða fiski.

Ofnbakaður fiskur

3/4 kg fiskflök
salt, pipar
1/2 kg laukur
2 msk smjörlíki
3 msk brauðrasp
1 dl mysa, eða hvítvín
50 gr majones
1 eggjahvíta
1 msk franskt sinnep

Hreinsið og brytjið laukinn og sjóðið hann í smjörinu þar til hann er glær (2-3 mín). Látið laukinn í eldfast mót og fiskflökin ofan á. Blandið salti og pipar saman við, brauðmylsnu og stráið yfir fiskinn. Hellið mysu eða hvítvíni í kring og setjið mótið í 200° heitan ofn í 15-20 mín. Stífþeytið eggjahvítuna, hrærið majonesið, sinnep og salt saman við eftir smekk. Jafnið þessu yfir fiskinn sem síðan er settur aftur í ofninn þar til kominn er fallegur litur á dekkið.

Fylltur silungur

4 silungar
8 muldar tvíbökur
1 laukur
4 tómatar
1/2 tsk rifin piparrót
1/2 tsk rósmarín
1/2 tsk sage
1 grænn pipar
2 tsk salt
2 msk smjörlíki
2 msk hvítvín

Bræðið smjörlíkið, látið smátt skorinn laukinn og paprikuna út í, tómatarnir marðir og látnir út í. Þetta er hitað vel en ekki látið brúnast. Potturinn er nú tekinn af hellunni, tvíbökurnar eru muldar og látnar saman við ásamt kryddinu. Silungurinn er hreinsaður vel og salti stráð inn í hann. Fyllingin er síðan látin í kviðinn og saumað fyrir. Þá er silungurinn látinn í álpappír og 2 msk hvítvín hellt yfir. Pakkinn er síðan glóðaður í kringum 15 mín á hvorri hlið. Borið fram með frönskum kartöflum, hrásalati og kokteilsósu.

Bita-pickles

2 kg agúrkur
rúml. 100 gr sykur
1/2 lítri edik
1/4 l vatn
4 lárviðarlauf
4 tsk mustarðskorn
og 4 negulnaglar

Þvoið agúrkurnar, flysjið og skerið í bita og stráið grófu salti á þær. Blandið þá saman edikinu, vatni og kryddinu og sjóðið saman. Þerrið agúrkubitana áður en þeim er raðað þétt í glerkrukkur. Það má gjarnan láta nokkur dillfræ út í hvert glas en það er ekki nauðsynlegt. Vökvanum er síðan hellt á glösin og þeim lokað. Tilbúið strax næsta dag.

Asíu-agúrkur

1 kt agúrkur
1/4 l edik
2 negulnaglar
500 gr sykur
1/4 l vatn
1 tsk kanel

Gúrkurnar eru afhýddar og fræið tekið innan úr þeim. Hellt yfir þær sjóðandi vatni og látið standa á þeim, á meðan það kólnar. Þá er vatninu hellt af og agúrkurnar þerraðar með klút. Síðan skornum í strimla og vigtað. Kryddið er soðið í vatninu þar til það er orðið þykkur lögur. Gúrkubitarnir eru soðnir í leginum í 5 mín. Látið í glös. Eftir 3-4 daga er leginum hellt af og hann soðinn þar til hann þykknar betur. Hann látinn aftur á gúrkurnar og bundið yfir glösin.

Öðruvísi agúrkusalat

4 agúrkur (um 1 kg)
eru skornar í sneiðar, þykkari en fyrir venjulegt agúrkusalat og látnar í stóra glerkrukku eða í fat. 100 gr af grófu salti og 500 gr strásykur látin á. Yfir þetta er hellt 1 1/2 lítra af venjulegu ediki. Út í þetta er síðan látið dillfræ. Hrært í með gaffli. Krukkunni er síðan lokið annað hvort með því að binda þétt yfir með þéttu loki. Nothæft eftir viku.

Hvítkálssalat með appelsínum

1/4 úr meðalstórum hvítkálshaus
250 gr græn vínber
2 appelsínur
1/2 græn paprika
50 gr majones
salt á hnífsoddi
safi úr einni appelsínu

Kálið er skolað og sneitt fínt. Vínberin skoluð og skorin í tvennt, appelsínurnar afhýddar og skornar í bita og paprikan í ræmur. Öllu blandað saman. Majonesið er hrært með saltinu og appelsínusafanum og hellt yfir rétt áður en salatið er borið fram.

Franskt agúrkusalat

1/2 agúrka
1 laukur

Kryddlögur:
5 msk kryddedik
1 1/2 dl vatn
salt, pipar, sykur

Agúrkan er skorin í spæni eftir endilöngu með kartöfluhníf. Þeir eru lagðir í vatn með ísteningum í ca. 1 klst. Hellt á sigti og látið síga vel af þeim. Agúrkuspænirnir síðan lagðir í skál og þunnum laukhringjum stráð yfir. Kryddlögurinn er hristur saman og hellt yfir gúrkurnar í skálinni.

Kleinur

Uppskrift af hinum heimsfrægu Hlíðargerðis-kleinum sem farið hafa sigurför um heiminn á hálfum sólarhring. Mikilvægt er að bakarameistarinn sé í sérlega góðu ásigkomulagi, bæði á sál og líkama, að syngja "Afi minn fór á honum Rauð" aftur á bak, tryggir ennþá betri árangur.

2 bollar hveiti
1 tsk hjartarsalt
4 msk brætt smjörlíki
2 dl mjólk
5 tsk ger
2 dl sykur
2 stk egg
1-2 dl súrmjólk
kardemommudropar
hnoðað upp með 2-3 bollum hveiti

Steikist upp úr rammíslenskri tólg, úr þeim Móru og Mjallhvíti, sem gengið hafa sumarlangt á norðlenskum heiðaflókum, og etið bæði beitilyng og blóðberg.

(of mikið magn mjólkur miðað við hitt)

Pylsusalat

250 gr pylsur, vínarpylsur, paprikupyslur o.fl.
250 gr tómatar (3-4 stk)
1 laukur
100 gr gúrka
10 stk hreðkur (ef vill)
majones
1/4 tsk timian (krydd)

Hreinsið grænmetið. Skerið pylsurnar, tómatana, laukinn og gúrkuna í sneiðar og látið í skál. Kryddið majónesið með 1-2 tsk af sinnepi og timian og blandið varlega saman við. Látið bíða í luktri skál í kæliskáp í 2-3 klst. Ef hreðkurnar eru notaðar eru þær nú skornar í sneiðar og raðað ofan á salatskálina með dillgreinum. Því má hins vegar alveg sleppa ef vill.

Kartöflusalat

4 meðalstórar, soðnar, kaldar kartöflur eru brytjaðar í majones, sem hrært hefur verið upp með ými, 2 harðsoðin egg, smáttbrytjuð út í, og 3-4 msk af smátt söxuðum pickles (sweet India).

Hjörtu

1 kg svínahjörtu
smjörl. til að steikja í
150 gr ísl. kjörsveppir
hveiti og krydd

Skerið alla fitu og sinar og æðar úr hjörtunum, sem síðan eru skorin í litla bita. Bitunum er velt upp úr hveiti og steiktir á pönnu. Út á pönnuna er látið smávegis af ísl. kjörsveppum, skornum í sneiðar. Þegar allt er orðið vel brúnað létum við vatn á pönnuna og 2 tsk af kjötkrafti. Soðnar kartöflur bornar með.

Svikinn héri

1/2 kg hakk (t.d. nauta)
50 gr beikon eða feitt hangikjöt, smátt saxað
1-2 dl brauðmylsna eða haframjöl
salt, pipar og/eða paprikuduft
1/2 dl vatn

Þessu er öllu hrært saman og látið í smurt ofnfast mót. Setjið kjötið eins og sívalning í mótið. Þetta er brúnað í 225° heitum ofni í 10-15 mín. Þá er hitinn minnkaður niður í 150°. Þá er kjötformið tekið úr ofninum og eftirfarandi blöndu hellt varlega yfir:

1 dl heitt vatn og 2 dl mjólk

Mótið er nú látið aftur inn í ofninn og steikt áfram í 30-40 mín. Þá er "hérinn" látinn á fat, haldið heitum, en soðinu hellt af í pott. Jafnað með ca. 3 msk af hveiti og 1 dl af vatni. Þetta er kryddað með salti, smávegis af sykri og sósulit. Borið fram með soðnum eða brúnuðum kartöflum og hrásalati.

Hakkað buff m/lauk

400 gr hakkað kjöt
2 msk vatn
1/2 tsk salt
1/8 tsk pipar
2 msk hveiti
1 laukur
2-3 msk smjörlíki

Fiskibollur

400 gr ýsa
2 tsk salt
1 1/2 msk kartöflumjöl
1/4 tsk pipar
1 laukur
1 egg
2-3 dl mjólk

Fylling á bútterdeigsbotn

3 harðsoðin egg
1 bolli majónes
1 lítil dós grænn aspargus
4 sn. skinka
örlítið karrý

Allt hrært saman. Soði af aspargus blandað í, bragðbætt með salti og pipar. Ostur settur ofan á. Papriku stráð ofan á. Sett í ofn og hitað.

Gratín (grunnuppskrift)

30 gr smjörlíki
2 dl mjólk eða grænmetissoð
50 gr hveiti
um 3 egg
1/2 tsk salt, 1/4 tsk pipar
annað krydd ef vill
Hægt er að búa til sósuna á tvennan hátt.

Aðferð I:
Sjóðið saman smjörlíki og mjólk. Látið allt hveitið út í og þeytið stöðugt þar til sósan er orðin vel þykk, og loðir ekki lengur við pottinn. Takið pottinn af hellunni og kælið aðeins. Hrærið eggjarauðurnar saman við eina í einu. Kryddið. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, og helmingi þeirra hrært saman við og síðan afganginum, en mjög varlega til að þær haldi sem mestu lofti í sér.

II:
Hrærið hveiti og mjólk saman í potti þar til það er klekkjalaust. Látið smjörlíki út í. Látið sósuna sjóða vel og hrærið sífellt í. Kryddið. Eggjunum er hrært saman við einu í einu, eða sínu í hverju lagi eins og í nr. I. Sósan á að vera frekar þykk þegar hún er tilbúin. Út í hana er síðan sett fyllingin sem eins og áður segir getur verið annaðhvort fiskur eða grænmeti eða hvort tveggja. Hægt er að nota afgang af soðnum fiski, smátt brytjuðum. Blómkál og gulrætur (sem áður hefur verið soðið í stutta stund) er glettilega gott í gratín. Fyllingin er látin í sósuna, allt látið í vel smurt eldfast mót, raspi stráð ofan á og bakað í 190-200° heitum ofni í 45 mín til klst.

Karrýfiskur

500 gr ýsuflök
3 dl hrísgrjón
6 dl vatn
salt og karrý
2 meðalstórir laukar
20-25 gr smjörlíki

Smjörlíkið er hitað í potti og karrýið látið út í. Því næst er niðursneyddur laukurinn látinn krauma í smjörinu svolitla stund (hann á ekki að verða brúnn). Þá eru hrísgrjónin látin út í og þetta látið sjóða í svona 15 mínútur. Gætið að því að grjónin sjóði ekki þurr, þá verður að bæta meira vatní í. Hafið lítinn hita. Þá er fiskurinn látinn ofan á grjónin og allt soðið áfram í svona 5-8 mín eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Tuesday, January 26, 2010

Eggjakaka með fyllingu

1 msk hveiti
1 1/2 dl mjólk
3 egg
1/4 tsk salt

Blandið saman hveiti, salti og mjólk, hrærið eggin vel og blandið saman við jafninginn. Hellið hrærunni í smurt ofnmót og bakið í ca. 10 mín við 150° hita í miðjum ofni. Látið þá fyllinguna á kökuna, rífið ost og stráið yfir og bakið áfram í 10-15 mín. Einnig er hægt að láta fyllinguna fyrst í mótið.

Fyllingar:

I
Kjötafgangar, smátt skornir
lítil dós blönduðu grænmeti

II
100 gr beikon
1 laukur
4-5 soðnar kartöflur
100 gr 45% ostur

III
2 reykt síldarflök
sóselja (dill) eða graslaukur

IV
250 gr sveppir
1 msk smjör
1 dl rjómi, salt og pipar
sítrónusafi eða þunnt sérrý

Fiskur í fati

500 gr ýsuflök og salt auk þess, sem síðar er bætt út í. Flökin eru breinsuð og roðflett, og skorin í stykki. Þeim er raðað í eldfast mót, sem áður hefur verið smurt með smjörlíki, stráið salti yfir.

I:
2 gulrætur
100 gr hvítkál
15-25 gr smjörlíki

Raspið grænmetið niður í grænmetiskvörn og raðið því fyrst í eldfasta mótið, látið fiskstykkin ofan á og smjörlíkið í litlum bitum á milli fiskstykkjanna.

II:
25 gr smjörlíki
2-3 tómatar
rifinn ostur

Tómatarnir eru skornir í sneiðar og þeim raðað yfir fiskstykkin. Stráið rifna ostinum yfir og smjörlíkið er látið í smábita innan um fiskstykkin.

III:
25 gr smjörlíki
safi úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk karrý
saxaður laukur og saxað epli

Smjörlíkið er brætt við vægan hita og karrýið og sítrónusafinn látið í. Laukurinn og eplið látin saman við. Þetta er látið neðst í eldfasta mótið, fiskurinn ofan á. Kryddað með salti + pipar.

IV:
4 kartöflur
25-30 smjörlíki
klipptur graslaukur

Kartöflurnar eru flysjaðar hráar og skornar í þunnar sneiðar. Smjörlíkið er brætt á pönnu við vægan hita. Látið kartöflurnar í jaft lag og hellið 1-2 msk af vatni yfir. Raðið fiskstykkjunum yfir og kryddið með þéttu loki eða álpappír. Platan stillt á minnsta straum. Slökkt á hellunni þegar suðan kemur upp, og pannan látin bíða þar til fiskurinn er orðinn hvítur í gegn.

Nautsmásteik

4-500 gr beinlaust nautakjöt
3 msk olía
2 msk hveiti
1/2 tsk salt, 1/8 tsk pipar
1 laukur
2 gulrætur
kóngakrydd (meriam)
2 dl kjötsoð (vatn og teningur)

Kjötið er skorið í litla bita og þeim velt upp úr krydduðu hveitinu. Hreinsið laukinn og skerið hann smátt og gulræturnar í bita. Hitið olíuna á pðnnu og brúnið kjötið í olíunni á öllum hliðum. Þá er grænmetið látið saman við kjötið og 2 dl af kjötsoði. Soðið við vægan hita þangað til kjötið er meyrt, eða í rúml. klst. Gott er að hafa kartöflustöppu með.

Sýrðar gúrkur

15 agúrkur
1 lítri edik
1/2 lítri vatn
5 stk laukar (meðalstórir)
1 pk asíukrydd (má vera 1 1/2 pk)
1 1/2 kg sykur
1 hnefi gróft salt

Gúrkurnar eru flysjaðar og skornar í bita. Salti er stráð yfir þær og látið liggja yfir nótt. Þá er lögurinn útbúinn hann hitaður rétt til þess að sykurinn bráðni og kryddið látið út í. Leginum er hellt yfir gúrkurnar og geymt á köldum stað í 7 sólarhringa. Hrært í einu sinni á dag með trésleif. Þá er allt hitað upp að suðumarki og síðan látið í vel þvegin glös. Ekki sakar að láta rotvarnarefni út í 1 msk í lítra. Þetta geymist vel - alveg hikstalust í heilt ár eða meira.

Lauksúpa

4-500 gr laukur
1 msk smjörlíki
Kjötsoð, eða vatn og teningur
krydd: timian, lárviðarlauf, pipar, chiliduft
250 gr 45% ostur
1/2 brauð
4 franskbrauðsneiðar

Laukurinn er skorinn smátt og brúnaður í smjörlíkinu (gætið þess að hann brenni ekki). Ef hann vill festast við má bæta 1-2 msk af vatni saman við. Soðinu er hellt á laukinn og soðið við vægan hita í 1-2 klst. Kryddið er soðið með. Rífið ostinn og ristið franskbrauðsneiðarnar, þær mega gjarnan vera fleira en ein á mann. Súpunni er hellt í eldfast mót, brauðinu raðað ofan á og þykku lagi af rifnum osti stráð yfir. Bakist í 250° heitum ofni, þar til osturinn er bráðinn og myndast hefur ostskán yfir alla skálina, eða í u.þ.b. 20 mín. Smyrjið franskbrauðsneiðar með smjöri, stráið hvítlauksdufti og bakið í ofninum um leið og súpuna í 5-10 mín og berið fram með súpunni.

Vöfflur

5 bollar hveiti
1 1/2 bolli sykur
1 tsk natron
3 tsk lyftiduft
150 gr brætt smjörlíki
2 egg
1 l og 1 peli mjólk
kardemommur

Hamborgarar

400 gr nautahakk
1 tsk salt
1/8 tsk pipar
1/4 tsk HP sósa
1 egg

Öllu er hrært saman í skál. Skipt í 8 jafnstórar kúlur sem eru mótaðar í þunnar kringlóttar kökur. Þær eru grillaðar í 3-4 mín á hvorri hlið eða steiktar á pönnu sem áður hefur verið smurð með feiti.

Kjötsúpa

750 gr súpukjöt
1 1/2 l vatn
1-2 tsk salt
2-3 msk hrísgrjón
1/2 kg gulrætur
2 stk laukur
1/4 hvítkálshaus, grænkál eða steinselja
1/2 pk súpujurtir

Appelsínulifur

400 gr lifur
smjörlíki til steikingar
2 appelsínur
kryddað með engifer, salt og pipar

Lifrin er skorin í sneiðar og steikt á pönnu í smjörlíki. Önnur appelsínan er skorin í sundur og safinn úr öðrum helmingi hennar látinn drjúpa yfir lifrina. Hin appelsínan er tekin í sundur í báta sem látnir eru á pönnuna þegar lifrin er fullsteikt. Afgangurinn af safanum settur á pönnuna og hann blandaður ofurlitlu af rjóma. Með þessu eru borðaðar soðnar kartöflur.

Litlar tvíbökur

500 gr hveiti
125 gr smjörlíki
125 gr sykur
1 tsk kardemommur
4 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
2 1/2 dl súrmjólk

Blandið saman öllu þurru og núið smjörlíkinu saman við. Vætið í með súrmjólkinni og hnoðið. Búið til litlar kúlur og bakið þær við góðan hita. Bakið þær ekki of lengi. Þær eiga rétt aðeins að vera bakaðar í gegn. Látið kúlurnar kólna. Klúfið þær með beittum hníf, eða brauðsög. Raðið þeim aftur á plötu með sárið upp og þurrkið þær í ofninum við vægan hita þar til þær eru ljósgular, þurrar og stökkar.

Fiskur með osti

600 gr fiskflök
salt og pipar
1 lítil púrra
2 msk hveiti
4 dl mjólk
2 dl rifinn ostur
brauðmylsna

Fiskurinn settur í eldfast mót. Púrran skorin, set ofan á. Soðin hvít sósa og rifinn ostur settur út í. Sósunni hellt yfir fiskinn, brauðmylsnu stráð yfir. Bakað í ofni í 25 mín. v. 225°C hita.

Hjónabandsæla

2 bollar haframjöl
1 bolli hveiti
1 bolli púðursykur
1 tsk natron
1 tsk lyftiduft
200 gr smjörlíki
sulta

Bakað í 15-20 mínútur.

Hafrakex

200 gr smjörlíki
4 bollar hafragrjón
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk hjartarsalt
1/2 natron
1 bolli hveiti

Öllu er blandað saman í deig. Hnoðað sem minnst. Flatt út og pikkað. Bakað við góðan hita.

Slátur

Lifrarpylsa:
1 lifur ca. 450 gr
2 nýru ca. 100 gr
100 gr hveiti
300 gr haframjöl
1/2 msk salt
3 dl mjólk
500 gr mör

25/10 '84
Hafa lifrarpylsuna ekki alveg eins þykka, minnka mjölmagnið örlítið

9/10 '92
set 1 kg af rúgmjöli í 3 lifrar

Blóðmör:
1 líter blóð
2 dl vatn
1/2 msk salt
500 gr rúgmjöl
300 gr haframjöl
500 gr mör

10 slátur
4 aukavambir
4 lifrar
1 kg aukamör

17/10 '80
Bæti 1 dl mjólk í þrjár lifrar
Vantar 2 aukavambir
6 kg rúgmjöl
2 stórir pokar haframjöl, hafa meiri mör

Monday, January 25, 2010

Horn

250 gr hveiti
75 gr smjörlíki
3 tsk lyftiduft
1 msk sykur
1 1/4 - 1 1/2 dl mjólk

Hveiti, lyftidufti og sykri er blandað saman, þar í er smjörlíki mulið. Vætt í með mjólkinni og deigið hnoðað. Flatt út í 2 kringlóttar kökur, sem skornar eru í 4 parta og hver partur aftur í 2 parta. Vafið upp frá breiðari endanum, látið á smurða plötu og beygt. Smurt með vatni, mjólk, eggjahvítu eða eggi. Bakað við góðan hita.

Afmæliskringla

500 gr hveiti
4 tsk ger
5 msk sykur
2 egg
200 gr smjör
2 dl mjólk
súkkat, möndlur

Deigið hnoðað á venjulegan hátt. Mndir úr því kringlu á plötunni. Vætt ofan með mjólk. Möndlum og sykri stráð yfir. Súkkatinu stungið í deigið hér og þar. Bakað við hægan hita.

Glasaterta með ávöxtum og súkkulaðibúðing (Peruterta)

3 egg brotin í glas, sykur mældur í öðru glasi jafnhátt og eggin ná í hinu glasinu. Í þriðja glasið 2 msk kartöflumjöl, 2 tsk lyftiduft og hveiti, það mikið að það nái jafnhátt og í hinum glösunum. Að sjálfsögðu verða öll að vera jafnstór. Deigið bakað í einu djúpu stóru formi. 1 pk döðlur soðnar í safa úr einni perudós, síðan er döðlusultunni smurt jafnt yfir botninn og heilu perunum raðað ofan á.

Súkkulaðibúðingur:
3 dl þeyttur rjómi
70 gr brætt súkkulaði
3 eggjarauður
1 msk sykur
2 blöð matarlím

Rauðurnar þeyttar með sykrinum. Brætt súkkulaði, uppleyst matarlím og þeyttur rjómi sett út í. Búðingnum hellt yfir glasatertuna, þannig að terta hjúpist alveg.

Riffilkökur

250 gr smjörlíki
250 gr sykur
125 gr kókosmjöl
250 gr hveiti
125 gr kartöflumjöl
2 egg

Hnoðað.

Piparkökur

250 gr hveiti
90 gr smjörlíki
1 tsk negull
2 tsk kanell
1/2 dl síróp
125 gr sykur
1 tsk natron
1 tsk engifer
1/2 dl mjólk

Hnoðað

Vaniljuhringir

500 gr hveiti
375 gr smjörlíki
250 gr sykur
1-2 egg
vaniljudropar

Hnoðað.

Derbykökur

2 eggjahvítur eða 1 egg
75 gr sykur
200 gr kókosmjöl
1 msk hveiti

Eggjahvíturnar eða eggin þeitt með sykrinum. Kókosmjölið og hveitið er látið út í. Kökurnar látnar á smurða plötu og formaðar eins og litlar kranskakökur. Bakað ljósbrúnar við 190°C.

Tertubotnar

3 egg
1/2 bolli hveiti
1/2 bolli kartöflumjöl
3 tsk ger
dropar eftir smekk
1 bolli sykur

Skúffukaka

150 gr smjörlíki
200 gr sykur
2 egg
225 gr hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
2 tsk vanilja
1 msk kakó
mjólk

Látið ofan á kökuna volga glassúr (vatn og flórsykur) og stráið kókosmjöli yfir. Bakið í velsmurðri ofnskúffu.

Loftkökur

1 kg flórsykur
3 egg
1 tsk hjartarsalt
4 msk kakó

Hnoðað.

Gyðingakökur

1 kg hveiti
500 gr sykur
1 dl mjólk
4 tsk ger
500 gr smjörlíki
4 egg
2 tsk hjartarsalt
kardemommur

Egg, sykur og möndlur borið ofan á. Hveitinu, sykrinum og kardemommunum blandað saman. Smjörið nuddan saman við og vætt með eggjunum og mjólkinni. Deigið flatt út og mótaðar þunnar kökur með vatnsglasi. Kökurnar vættar ofan með eggjum, möndlum og sykri stráð á. Bakaðar ljósbrúnar.

Draumkaka

150 gr smjörlíki
3 dl sykur
1/2 appelsína (safi og rifið hýði)
2 tsk lyftiduft
3 dl hveiti
1 1/2 dl mjólk
3 eggjahvítur

Hrærið smjörlíkið vel ásamt sykrinum, safanum og hýðinu. Sigtið hveiti, og lyftiduft, blandið því síðan saman við með mjólkinni og síðast stífþeyttum hvítunum. Bakið kökuna við 175°C hita í 50-60 mín. Stráið brauðmylsnu og smyrjið mótið.

Krem:
1 dl sykur
1 dl vatn
3 eggjarauður
100 gr smjörlíki
50 gr súkkulaði
1 tsk vanilja eða líkjör
1/4 - 1/2 tsk neskaffi

Sjóðið saman sykur og vatn í 10-12 mín. við hægan hita, þar til það fer að þykkna. Hrærið eggjarauðurnar og hellið sykurleginum smátt og smátt saman við. Þeytið stöðugt þar til kremið fer að þykkna. Hrærið þá linu smjörlíkinu og bræddu súkkulaði saman við ásamt bragðefnum. Stráið kókosmjöli yfir.

Rís á tertu

5 msk síróp
60 gr smjör
100 gr suðusúkkulaði
100 gr rís

Hrært, sett á lausan botn.

Sykurbráð með eggjahvítu

75 gr flórsykur
1/2 eggjahvíta

Hrærið sáldraðan flórsykurinn út með eggjahvítunni. Báðar þessar bráðir má lita með matarlit. Hafið aðeins örlítinn lit.

Sykurbráð með vatni

200 gr flórsykur
1-2 msk kalt vatn
1/2 tsk sítrónusafi

Hrærið sáldraðan flórsykurinn út með vatninu og sítrónusafanum, eða með víni, rommi eða rommdropum.

Ávaxtakaka

300 gr smjörlíki
250 gr sykur
2 egg
1 tsk eggjaduft
3 tsk lyftiduft
1/4 l. mjólk
1/2 kg hveiti
100 gr súkkat
100 gr gráfíkjur
100 gr rúsínur

Smjörlíkið er hrært þangað til það er lint. Þar saman við er sykurinn hrærður og að síðustu eggjarauðurnar. Hrærist um stund. Súkkat, rúsínur og gráfíkjur er skorið í smátt og hrært í deigið. Hveiti, lyftidufti og eggjadufti er sáldrað og blandað saman við ásamt mjólkinni og að síðustu er stífþeyttum hvítunum blandað í. Deiginu er skipt í 2 vel smurð tertumót og bakað við meiri undirhita í 2-3 stundarfjórðunga.

Brúnar kökur

250 gr hveiti
125 gr smjörlíki
1 tsk natron
1 tsk negull
1 tsk engifer
1 tsk pipar
2 tsk kanell
1/2 dl síróp
1/2 dl mjólk

Sáldrið saman hveiti, sykri og kryddi. Myljið smjörlíki saman við. Vætið í með sírópi og mjólk. Sett í kúlum á plötu og bakað við meðalhita.

Fínar smákökur

1 bolli ljós púðursykur
2 bollar Cornflakes
1/2 bolli hnetur
1/2 tsk vanilludropar
1 bolli kókosmjöl
2 eggjahvítur
rifinn sítrónubörkur

Stífþeytið eggjahvíturnar, og þeytið síðan sykurinn saman við þær. Blandið öllu hinu gætilega saman við. Bakið við heldur vægan hita í 15-20 mín.

Brúnkaka

125 gr smjörlíki
150-200 gr púðursykur
1 egg
1 tsk kanell
1 tsk negull
1 tsk natron
Rífið hýði af 1/2 sítrónu
100 gr kúrennur
25 gr súkkat
1 1/2 dl mjólk
250 gr. hveiti

Smjörlíkið er hrært með sykrinum. Þar í er hinu rifna sítrónuhýði, krúennum og súkkati blandað saman við, hveitinu, natroninu og öllu kryddinu. Mjólkinni hrært þar út í. Látið í smurt mót og bakað við frekar lítinn hita, þar til kakan er vel gegnum bökuð.

Mömmukökur

125 gr smjörlíki
250 gr síróp
125 gr sykur
1 egg
1/2 hveiti
2 tsk natron
1 tsk engifer

Hitið smörlíki, sykur og síróp í potti og kælið síðan. Hrærið eggið saman við. Sáldrið saman hveiti, natron og engifer. Búið til hnoðað deig. Látið bíða yfir nótt. Breiðið þunnt út og mótið í kringlóttar kökur. Bakið við meðalhita. Leggið tvær og tvær saman með smjjörkremi.

Smjörkrem:
3 msk smjörlíki
2 bollar flórsykur
1 eggjarauða
2 msk rjómi
Vanilla

Hrærið saman smörlíki og sykur og þeytið eggjarauðuna og rjóma þar saman við. Keimið með vanillu. Setjið meiri rjóma ef þarf.

Gamaldags græn kaka

250 gr sykur
250 gr smjörlíki
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
2 egg
1 msk grænn matarlitur
2 dl sjóðandi vatn
Möndludropar
Karmellukrem eða súkkulaðikrem

Brúnkaka Bjarghildar

1 1/2 dl síróp
1 1/2 dl kaffi
1 tsk natron
1 tsk kanell
1 tsk negull
150 gr sykur
125 gr smjörlíki
250 gr hveiti
2 egg
50 gr kúrennur

Síróp, sykur hrært, eggjarauður, smjörlíki brætt, kaffið kælt sett í, síðast kryddið, hveitið og natronið.

Munngæti

2 egg
125 gr sykur
75 gr hveiti
125 gr smjörlíki

Kremið:
75 gr smjörlíki
75 gr sykur
75 gr möndlur
15 gr hveiti
1 msk mjólk

Þeytið egg og sykur, bræðið smjörlíkið og blandið því saman við ásamt hveitinu. Hellið deiginu í velsmurða skúffu og bakið dálítið. Flysjið möndlurnar og saxið 2/3 af þeim smátt en kljúfið 1/3. Blandið öllu sem á að fara í kremið, nema klofnu möndlurnar saman í pott, og látið sjóða þar til þykknar. Hellið kreminu síðan yfir hálfbakaða kökuna og stráið möndlunum yfir. Bakið kökuna ljósbrúna, skerið hana í tígla meðan hún er volg.

Kókosmakkarónur

3 egg
100 gr flórsykur
125 gr kókosmjöl
1/2 tsk lyftiduft
175 gr hveiti

Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum. Blandið öllu saman og hrærið stífþeyttum eggjahvítunum saman við síðast. Leggið smjörpappír yfir plötuna og smyrjið hann. Setjið deigið með teskeið á plötuna. Hafið nóg rúm á milli kakanna. Bakið þær ljósgular við vægan hita.

Eplakaka

3 egg
100 gr sykur
1 msk vatn
1 sléttfull tsk ger
75 gr hveiti

Sett í stórt form. Rifið epli með hýði, raspað yfir og strásykri stráð yfir.